5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. september 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 08:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:38
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:35
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Fundargerð 1. fundar var samþykkt á ný með viðbót. Fundargerðir 3. og 4. fundar voru samþykktar.

2) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 08:34
Tillaga um að Birgir Ármannsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt. Jafnframt var samþykkt að hafa umsagnir um málið frá 144. þingi til hliðsjónar við meðferð þess.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 08:36
Tillaga um að Ögmundur Jónasson yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Nefndin ræddi málsmeðferð.

4) 19. mál - upplýsingalög Kl. 08:35
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 08:55
Nefndin ræddi málsmeðferð.

6) Önnur mál Kl. 08:58
Formaður kynnti svar fjármála- og efnahagsráðuneytis við erindi hans f.h. nefndarinnar til ráðuneytisins vegna Víglundarmálsins svokallaða, þ.e. stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009. Nefndin ræddi málsmeðferð.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00