31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í hádegishléi í færeyska herberginu í Skála, föstudaginn 26. maí 2017 kl. 13:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:00
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (SGísl) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:00

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 13:10 og Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 13:15, báðar vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 28. - 30. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 13:02
Formaður greindi frá því að undirnefndin sem Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins stýrir, vinni að málinu.

3) 258. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 13:03
Formaður greindi frá því að verið er að skoða málið.

4) Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um vernd tjáningarfrelsis og bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis in idem). Kl. 13:05
Formaður kynnti erindi Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands varðandi umsókn um rannsóknarstyrk vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um brot íslenska ríkisins á tjáningarfrelsi.

Nefndin sammála um mikilvægi þess að nefndin fengi ítarlega athugun á þessu og að stofnunin fengi styrk til verkefnisins.

Formaður upplýsti varðandi dóma um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis in idem) þyrfti nefndin að safna gögnum m.a. um viðbrögð Svía og Norðmanna, til þess að geta skoðað málið.

5) Önnur mál Kl. 13:11
Jón Þór Ólafsson, framsögumaður máls varðandi eftirlit með stjórnsýslu dómstóla kynnti hugmyndir um gestakomur vegna málsins. Formaður kynnti að Ríkisendurskoðun hefði verið byrjuð á úttekt á stjórnsýslu dómstóla. Fyrirhugað að taka málið fyrir í haust.

Formaður kynnti erindi Ögmundar Jónassonar, fv. formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, varðandi stöðu máls er varðar viðskilnað bandaríska hersins við herstöð á Heiðarfjalli á Langanesi, sem verður sent nefndinni.

Formaður kynnti heimsókn stjórnarskrár- og laganefndar tékkneskra þingsins n.k. þriðjudag 30. maí kl. 11:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:22