12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 09:35


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:09
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:35
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:35
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:35

Óli Björn Kárason boðaði forföll vegna veðurs. Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði seinkun vegna flugs.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir 9. - 11. fundar voru samþykktar.

2) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:36
Nefndin fjallaði um málið.

3) 132. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:58
Samþykkt tillaga um að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að senda málið til umsagnar.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Formaður kynnti efni næstu funda m.a. fyrirhugaða umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar á nefndadögum.

Jón Þór Ólafsson lagði til að nefndin fjallaði um stjórnsýslu dómstóla og fengi gest á fund. Ákveðið að fresta gestakomum þar til nefndin hefði sett sig inn í málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13