19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 13:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:27
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.
Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 16. og 17. fundar voru samþykktar.

2) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 13:01
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti meiri hluta standa Helga Vala Helgadóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Jón Steindór Valdimarsson og Jón Þór Ólafsson. Þórunn Egilsdóttir skrifar undir álitið skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Líneik Anna Sævarsdóttir skilar séráliti og hugsanlega fleiri.

3) Endurmenntun starfsmanna stjórnarráðs Kl. 13:07
Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun, Gunnar Björnsson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Páll Þórhallsson, Óðinn H. Jónsson og Eva Ólafsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 13:45
Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun, Gunnar Björnsson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Páll Þórhallsson, Óðinn H. Jónsson og Eva Ólafsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Mannauðsmál ríkisins 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 14:15
Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun, Gunnar Björnsson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Óðinn H. Jónsson og Eva Ólafsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Mannauðsmál ríkisins 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 14:32
Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun, Gunnar Björnsson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Óðinn H. Jónsson og Eva Ólafsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

7) 45. mál - samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta Kl. 14:41
Samþykkt tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að fá gesti á fund vegna málsins.

8) Beiðni til Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Menntamálastofnun Kl. 14:50
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um mál í nefndinni og næstu fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:25