41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. apríl 2019 kl. 09:35


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:38
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:35
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:35
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:54

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði seinkun. Þórarinn Ingi Pétursson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Frestað.

2) Sýslumenn. Samanburður milli embætta. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðmundur Bjarni Ragnarsson frá dómsmálaráðuneytinu, Þórólfur Halldórsson sýslumaður og Þuríður Árnadóttir frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Kristín Þórðardóttir sýslumaður og Svavar Pálsson sýslumaður frá Sýslumannaráði. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07