7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 08:37


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:37
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:37
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:37
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:37
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 08:37
Elín Hirst (ElH), kl. 08:37
Róbert Marshall (RM), kl. 08:37

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Kynning á þinglegri meðferð EES-mála Kl. 08:37
Sesselja Sigurðardóttir, ritari EES-mála og utanríkismálanefndar, kynnti reglur um þinglega meðferð EES-mála.

2) 53. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:05
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Írisi Bjargmundardóttur, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Rut Kristinsdóttur frá Skipulagsstofnun. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 54. mál - byggingarvörur Kl. 09:33
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Írisi Bjargmundardóttur, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur og Benedikt Jónsson frá Mannvirkjastofnun. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2012/19/ESB er varðar raf- og rafeindatækjaúrgang. Kl. 10:00
Umfjöllun um málið var frestað.

5) Tilskipun 2014/52/ESB um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB er varðar mat á umhverfisáhrifum tiltekinna framkvæmda Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Írisi Bjargmundardóttur, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Rut Kristinsdóttur frá Skipulagsstofnun. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) nr. 574/2014 um breytingu á viðauka III við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 (markaðssetning byggingarvara) Kl. 10:00
Umfjöllun um málið var frestað.

7) Kynning á þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra Kl. 10:05
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom á fund nefndarinnar og kynnti þingmálaskrá sína fyrir 144. löggjafarþing. Ásamt ráðherra komu á fundinn Sigríður Auður Arnardóttur, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Ingveldur Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Katrín Júlíúsdóttir, Björn Valur Gíslason og Róbert Marshall bóka eftirfarandi: „Við teljum afar óeðlilegt að ráðherra umhverfis- og auðlindamála skuli leggja til að tillaga til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, þar sem fjallað er um Hvammsvirkjun, verði send til atvinnuveganefndar í stað umhverfis- og samgöngunefndar. Á þingmálalista ráðherra fyrir þetta þing eru öll mál nema þetta eitt send til umhverfis- og samgöngunefndar. Við teljum þessa ráðstöfun ekki vera í anda þeirrar umgjarðar sem sköpuð hefur verið um rammaáætlun á undanförnum árum, þar sem horft er heildstætt á málaflokkinn jafnt út frá verndar- sem nýtingarmöguleikum. Á síðasta kjörtímabili var rammaáætlun gefið lögformlegt gildi með lagasetningu. Þáverandi iðnaðarnefnd þingsins fjallaði um það frumvarp enda var það þá framlagt af iðnaðarráðherra. Í framhaldi af því var fyrsta þingsályktunin sem byggði á nýrri löggjöf send til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar enda málaflokkurinn fluttur skömmu síðar yfir til umhverfis- og auðlindaráðherra. Hér er því um stefnubreytingu að ræða sem þarfnast frekari umræðu. Að senda tillögu um meðferð á einstaka svæðum til atvinnuveganefndar teljum við að fari gegn þeim anda sem ætlað er að skapa aukna sátt um umgengni við náttúru Íslands.“

Höskuldur Þór Þórhallsson bókar eftirfarandi:
„Með lögum nr. 84/2011, um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, var nefndaskipan Alþingis breytt og málefnasvið nefndanna skýrð með ítarlegri hætti en áður hafði verið. Skv. 4. tölul. 13. gr. laganna fjallar umhverfis- og samgöngunefnd m.a. um ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Skv. 3. tölul. sömu greinar fjallar atvinnuveganefnd m.a. um iðnaðar- og orkumál og nýtingu auðlinda á grundvelli rannsóknar og ráðgjafar. Af þessu má sjá að málefnasvið nefndanna er ekki tengt sérstökum ráðuneytum í Stjórnarráðinu. Tillaga um nýtingu orkuauðlinda á grundvelli rannsóknar og ráðgjafar fer því til umfjöllunar í atvinnuveganefnd eins og skýrt er kveðið á um í 3 tl. 13. gr. laganna.“

8) Pósttilskipunin 2008/6/EB. Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Veru Sveinbjörnsdóttur og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Reglugerð (ESB) 167/2013 er varðar dráttarvélar. Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Veru Sveinbjörnsdóttur og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Reglugerð (ESB) 168/2013 er varðar bifhjól. Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Veru Sveinbjörnsdóttur og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11) 157. mál - vegalög Kl. 11:19
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 31. október.

12) Önnur mál Kl. 11:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:24