5. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 10:25

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1867. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla starfshóps um EES-samstarfið Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Björn Bjarnason, Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir frá starfshópi um EES-samstarfið og Jóhanna Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 142. mál - ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Jónsdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Hanna Rún Sverrisdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Jón Þór Þorvaldsson frá félagsmálaráðuneyti og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 146. mál - viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir, Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir og Ágúst Már Ágústsson frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50