23. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 09:49


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:49
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:49
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:49
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:49
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:49
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:49
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:49
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:49
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:49

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2035. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:49
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) 635. mál - bókun 35 við EES-samninginn Kl. 09:51
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir, Inga Þórey Óskarsdóttir og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir samantekt frá utanríkisráðuneyti á vörnum Íslands í samningsbrotamáli ESA gegn íslenska ríkinu vegna innleiðingar á bókun 35.

3) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:58
Rætt var um alþjóðastörf nefndarinnar framundan.

4) 86. mál - rannsóknasetur öryggis- og varnarmála Kl. 11:05
Diljá Mist Einarsdóttir var valinn framsögumaður málsins og ákveðið var að senda málið til umsagnar.

5) 105. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Kl. 11:08
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins og ákveðið var að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ákvað, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblöðum frá utanríkisráðuneyti, annars vegar um nýja stefnu grænlensku landstjórnarinnar í utanríkis,- öryggis- og varnarmálum og hins vegar um ástandið á Haití.

Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30