18. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. desember 2013 kl. 09:04


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:04
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:04
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:04
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 09:04
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:04
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:04

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1579. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 10. og 17. desember 2013 voru lagðar fram til samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um heimildarákvæði 7.8 í 6. gr. frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, er varðar afsal íslenska ríkisins á flugbrautakerfi, tengdu akbrautakerfi og flughlöðum á Keflavíkurflugvelli til Isavia ohf. enda verði þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands vegna varnar- og öryggismála tryggðar sem og varnar- og öryggishagsmunir landsins.

kl. 09:09 komu á fund nefndarinnar Jónas G. Allansson og Þórður Ingvi Guðmundsson frá utanríkisráðuneyti, Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneyti og Björn Óli Hauksson frá Isavia. Gerðu gestirnir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 10:28
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35