19. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:04
Elín Hirst (ElH), kl. 09:04
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:19
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:04

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi milli kl. 10:05 og 10:25. Össur Skarphéðinsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1643. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 09:04
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið á grundvelli 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigrún Jóhannesdóttir frá forsætisráðuneyti og Anna Guðrún Björnsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru gestirnir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Óskað verður frekari upplýsinga um ákveðna þætti.

2) Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja Kl. 09:43
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2 og 3. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Björn Rúnar Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Lagt var fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar til formanns nefndarinnar, dags. 10. desember 2014, varðandi kostnað af innleiðingu gerðanna. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins Kl. 09:43
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 340. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:23
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og ákvað að senda það til umsagnar.

5) Fundargerð Kl. 10:25
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:26
Farið var yfir starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30