6. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1824. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þvingunaraðgerðum Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson, Helga Hauksdóttir og Óli Dagur Valtýsson.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) 2017/1369 um setningu ramma fyrir orkumerkingar og um niðurfellingu tilskipunar 2010/30/ESB Kl. 09:40
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-6.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

4) Reglugerð (ESB) 2018/1042 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð vegna ýmissa flugmála Kl. 09:40
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) Reglugerð (ESB) 2015-751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur Kl. 09:40
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

Nefndin frestaði afgreiðslu gerðarinnar.

6) Reglugerð (ESB) 2017/1129 um lýsingu sem birta skal við útboð verðbréfa á almennum markaði eða þegzr þau eru tekin til viðskipta og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB Kl. 09:40
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

Nefndin frestaði afgreiðslu gerðarinnar.

7) Önnur mál Kl. 09:55
Fjallað var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09