35. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1853. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 32., 33. og 34. fundar voru samþykktar.

2) 777. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn Kl. 09:30
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti meiri hluta standa: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Miðflokksins andmælir afgreiðslu málsins og telur að í ljósi eðlis þess og umræðu um það hefði verið rétt að bæta við gestum, bíða með afgreiðslu þess og veita eðlilegan frest til að undirbúa nefndarálit að aflokinni yfirferð nefndarinnar.

3) 773. mál - fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins Kl. 09:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:07