10. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:15

Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1872. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni norðurslóða Kl. 09:30
Nefndin ræddi málefni norðurslóða.

4) Störf alþjóðanefnda Kl. 10:15
Nefndin ræddi það sem efst er á baugi í starfi alþjóðanefnda.

5) Tillaga að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 varðandi viðmiðanir fyrir fjárfestingar með lítil eða jákvæð áhrif á losun koltvísýrings Kl. 10:50
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 5.-7.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um gerðirnar og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði Kl. 10:50
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 frá 29. apríl 2015 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði Kl. 10:50
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00