7. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:00. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 10:00 og Smári McCarty kom í hennar stað. Gunnar Bragi Sveinsson og Ari Trausti Guðmundsson véku af fundi kl. 11:50. Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 12:00.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1913. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) 19. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu:

Kl. 09:00 Steinar Örn Steinarsson frá Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Kl. 09:20 Friðrik Jónsson, Sólrún Svandal og Þórður Ægir Óskarsson frá Hagsmunaráði starfsfólks utanríkisþjónustunnar og Stefán Skjaldarson sendiherra.

Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 209. mál - fjarskipti Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu:

Kl. 10:00 Heiðar Guðjónsson og Kjartan Briem frá Vodafone.

Kl. 11:10 Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Jóna Sólveig Elínardóttir og Veturliði Þór Stefánsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:23