24. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1993. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) ETS-losunarheimildir í flugi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Auðunni Atlasyni frá forsætisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.

3) 738. mál - ákvarðanir nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka og nr. 270/2022 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Daði Ólafsson og Ragnheiður Guðnadóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Gestirnir tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 581. mál - hungursneyðin í Úkraínu Kl. 10:35
Nefndin ræddi um málið og var Diljá Mist Einarsdóttir valin framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45