37. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME) 1. varaformaður, kl. 09:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:18
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:05
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

2006. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) ETS-losunarheimildir í flugi Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Martin Eyjólfsson, Ingólfur Friðriksson og Hendrik Daði Jónsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Netárásir Kl. 09:55
Gestir fundarins voru Martin Eyjólfsson og Snorri Matthíasson frá utanríkisráðuneyti, Hrafnkell Gíslason frá Fjarskiptastofu og Guðmundur Arnar Sigurmundarson frá CERT-IS. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

4) Brottnám úkraínskra barna Kl. 10:51
Nefndin fór yfir drög að tillögu til þingsályktunar um ólöglegt brottnám úkraínskra barna til Rússlands og samþykkti að flytja þingsályktunartillögu þess efnis. Formanni var veitt umboð til að vinna tillöguna áfram sem nefndin mun flytja.

5) 890. mál - Evrópska efnahagssvæðið Kl. 11:00
Gestir fundarins voru Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Hafsteinn Dan Kristjánsson frá Háskóla Íslands. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 974. mál - alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna Kl. 11:50
Teitur Björn Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

7) 953. mál - afvopnun o.fl. Kl. 11:51
Teitur Björn Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:52