38. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Utanríkisráðuneyti, miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

2007. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 1074. mál - kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi fyrir Úkraínu Kl. 09:00
Gestir nefndarinnar voru Martin Eyjólfsson, Anna Jóhannsdóttir, Jónas G. Allansson og Þórlindur Kjartansson frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Öryggis- og varnarmál Kl. 09:15
Gestir nefndarinnar voru Martin Eyjólfsson, Anna Jóhannsdóttir, Jónas G. Allansson og Þórlindur Kjartansson frá utanríkisráðuneyti og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Karl Steinar Valsson frá embætti ríkislögreglustjóra.

Umfjöllunin var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00