9. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Amal Tamimi (AT) fyrir MÁ, kl. 09:04
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 09:08
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:31
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:03
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:03
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:22
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:03

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:04
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 9. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda og verða birt á vef Alþingis.

2) 196. mál - skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

3) 197. mál - innflutningur íbúa vestnorrænu landanna á matvöru Kl. 09:10
Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

4) 198. mál - vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni Kl. 09:15
Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

5) 199. mál - vestnorrænt samstarf um listamannagistingu Kl. 09:20
Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

6) 200. mál - ráðstefna um tónlistarhefðir vestnorrænu landanna Kl. 09:25
Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

7) 201. mál - vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar Kl. 09:30
Ólína Þorvarðardóttir, form. Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Þórður Þórarinsson, framkvstj. Vestnorræna ráðsins fjölluðu um málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

8) Staða mála í Tíbet. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Jón Egill Egilsson, prótókollsstjóri og starfandi ráðuneytisstjóri, Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs og Haukur Ólafsson, deildarstjóri mannréttinda- og jafnréttismála frá utanríkisráðuneyti og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Gestirnir fjölluðu um stöðu mála í Tíbet og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gögn sem dreift var á fundinum: Tilkynning Amnesty International, dags. 7. nóvember 2011, um hrynu sjálfsíkveikja tíbetskra munka.

Gögn sem lögð voru fram af hálfu Íslandsdeildar Amnesty International:
- Samantekt Amnesty fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis (CERD), frá ágúst 2009.
- Bréf Amnesty til Hu Jintao vegna sjálfsíkveikju munka í Tíbet, dags. 3. nóvember 2011.
- Skýrsla Amnesty um brot gegn mannréttindalögmönnum, frá júní 2011.

9) Önnur mál. Kl. 10:34
Ragnheiður E. Árnadóttir óskaði eftir að fá höfunda skýrslu um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart aðild að Evrópusambandinu, áhrif á tekjur og stuðning og væntanleg stuðningsþörf, á fund nefndarinnar. Formaður sagði málið í vinnslu og að ekki væri komin niðurstaða varðandi dagsetningu.

Sigmundur Ernir Rúnarsson varaformaður stjórnaði fundinum.

Árni Þór Sigurðsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarverandi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:36