12. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 09:01


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:01
Amal Tamimi (AT) fyrir HHj, kl. 09:06
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir GLG, kl. 09:01
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:07
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 10:18
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:01
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:01
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:17
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:17
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:07

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 09:04
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að áliti og breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar stóðu Árni Þór Sigurðsson, Amal Tamimi, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þá lýsti áheyrnarfulltrúinn Birgitta Jónsdóttir sig samþykka áliti og breytingartillögu meiri hlutans.
Bjarni Benediktsson og Ragnheiður E. Árnadóttir boðuðu sérálit.

2) Kynning á skýrslu um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart aðild að ESB. Kl. 09:09
Daði Már Kristófersson og Erna Bjarnadóttir höfundar skýrslunnar "Staða íslensks landbúnaðar gagnvart aðild að Evrópusambandins: Áhrif á tekjur og stuðning og væntanleg stuðningsþörf" og Harald Aspelund og Sigurgeir Þorgeirsson úr samningahópi um landbúnaðarmál við aðildarviðræður við Evrópusambandið voru gestir nefnarinnar. Höfundar kynntu skýrsluna og að því loknu svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) Vinnulag við umfjöllun um samningsafstöðu vegna aðildarviðræðna við ESB. Kl. 10:41
Nefndin ræddi vinnulag varðandi samráð við ríkisstjórnina um samningsafstöðu vegna einstakra samningskafla í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar á árinu 2012. Kl. 10:53
Formaður lagði fram minnisblað og nefndin fjallaði um alþjóðastarfið á árinu 2012.

5) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 11:13
Fundargerð fundar nefndarinnar frá 21. nóvember var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

6) Önnur mál. Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Mörður Árnason vék af fundi kl. 9.10.

Fundi slitið kl. 11:17