43. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. maí 2016 kl. 09:10


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:15
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:10
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:15

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll og Karl Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1725. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 23. mál - samstarf Íslands og Grænlands Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Kristján Skarphéðinsson og Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Una Strand Viðarsdóttir og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gerðu þær grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 682. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 293/2015 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt. Gerðu þær grein fyrir tillögunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 683. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 252/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti sat áfram og á fundinn kom Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir tillögunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 686. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 197/2015 um breytingu á I. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:15
Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sátu áfram vegna þessa fundarliðs og gerðu grein fyrir tillögunni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) 684. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 230/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:26
Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti sat áfram og á fundinn kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir tillögunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 685. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:30
Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti sátu áfram vegna þessa fundarliðar og gerðu grein fyrir tillögunni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

8) 733. mál - alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gagnvart lágskattaríkjum Kl. 10:40
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest.

9) 640. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2016 Kl. 10:45
Lögð voru fram drög að nefndaráliti og þau samþykkt. Að nefndaráliti tanda Silja Dögg Gunnarsdóttir framsögumaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson, með fyrirvara

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

10) Leiðtogafundur Norðurlanda og Bandaríkjanna. Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

11) Önnur mál


Fundi slitið kl. 11:05