12. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:08
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Jóna Sólveig Elínardóttir og Teitur Björn Einarsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Þjóðernishyggja og þjóðernisflokkar í alþjóðastjórnmálum Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Silja Bára Ómarsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson og Eiríkur Bergmann. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Tilskipun 2014/104/ESB er varðar skaðabótareglur á sviði samkeppnismála Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Una Særún Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

3) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerð 10. og 11. fundar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 11:17
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20