4. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:06
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:06
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:55
Inga Sæland (IngS), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:06
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:06

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1783. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Hernaðaraðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson, Davíð Logi Sigurðsson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni skv. 24. gr. þingskapa.

3) Öryggisvottun utanríkismálanefndar Kl. 09:48
Á fund nefndarinnar komu Jón Bjartmarz og Kristín Guðmundsdóttir frá Ríkislögreglustjóra og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um öryggisvottun og meðferð trúnaðarupplýsinga samkvæmt þjóðréttarlegum skuldbindingum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:13
Fjallað var um alþjóðastarfið framundan.

5) Önnur mál Kl. 10:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:16