6. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:35
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði fjarvist.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1785. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Þjóðaröryggisstefna Kl. 09:33
Á fundinn komu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórunn J. Hafstein ritari þjóðaröryggisráðs og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um þjóðaröryggismál og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 10:17
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 10:18
Rætt var um starfið framundan.

4) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 10:32
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir, Davíð Logi Sigurðsson og Þorvaldur Hrafn Yngvason.

Gestirnir fjölluðu um þvingunaraðgerðir ESB gegn Venesúela og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:05