1. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. september 2018 kl. 09:45


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:45
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:45
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:45
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:45
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir (HeiðÁ), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:45
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:45
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:45
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:45

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundi kl. 10:55

1819. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá utanríkisráðherra á 149. löggjafarþingi (2018-2019) Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra ásamt Diljá Mist Einarsdóttur, Helgu Hauksdóttur, Óla Degi Valtýssyni og Veturliða Þór Stefánssyni frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 10:58
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir, Veturliði Þór Stefánsson og Óli Dagur Valtýsson.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:04
Fulltrúar Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins í utanríkismálanefnd fóru yfir það helsta sem fram kom á fundi ráðsins 4-6. september sl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10