12. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Una María Óskarsdóttir (UMÓ), kl. 09:30

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1830. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Hildur Dungal frá dómsmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu minnisblað utanríkisráðherra þar sem óskað var heimildar nefndarinnar til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249-252/2018 með lagafrumvarpi. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Nefndin tók ákvörðun um að veita slíka heimild í samræmi við a-lið 7. gr. reglna Alþingis um þinglega meðferð EES-mála.

3) 339. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:45
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Rósa Björk Brynjólfsdóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Smári McCarthy, Una María Óskarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 340. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:48
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Ari Trausti Guðmundsson frsm., Ásgerður K. Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Una María Óskarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 341. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:51
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Þorgerður K. Gunnarsdóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Una María Óskarsdóttir.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

6) 342. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:54
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Ásgerður K. Gylfadóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Una María Óskarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

7) 343. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn Kl. 09:57
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Bryndís Haraldsdóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Una María Óskarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

8) Nýjar alþjóðasamþykktir Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og farendur Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Matthías G. Pálsson og Sveinn H. Guðmarsson frá utanríkisráðuneyti, Vera Dögg Guðmundsdóttir (dómsmálaráðuneyti), Linda Rós Alfreðsdóttir (velferðarráðuneyti) og Sigurður Árnason (Rauði kross Íslands).

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00