20. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2019 kl. 10:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Fjölnir Sæmundsson (FjS), kl. 10:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Ari Trausti Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1838. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Kynning á opnum EES-gagnagrunni Kl. 10:01
Á fund nefndarinnar komu Kristín Halla Kristinsdóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu EES-gagnagrunn sem gefur notendum færi á að fylgjast með stöðu EES-gerða frá upphafi til enda og opinn er almenningi. Þá kynntu gestirnir vefsíðu ráðuneytisins www.ees.is

3) 531. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Logi Einarsson frsm., Ásgerður K. Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Smári McCarthy.

4) 532. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:22
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Bryndís Haraldsdóttir frsm., Ásgerður K. Gylfadóttir, Fjölnir Sæmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson og Smári McCarthy.

5) 57. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Kl. 10:24
Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

6) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir framlagningu upplýsinga frá veitendum bögglaútburðarþjónustu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 Kl. 10:26
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

7) Önnur mál Kl. 10:28
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31