25. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 09:40


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:40
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:40
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:40
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:40
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:40
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:40
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:46
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:40

Ari Trausti Guðmundsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1843. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:42
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 539. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 09:44
Á fund nefndarinnar kom Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum 78. Hann fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Brexit Kl. 09:56
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 655. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

5) 656. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

6) 657. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

7) 658. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:21
Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

8) 659. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:21
Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

9) 660. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn og reglugerð (ESB) 2017/1129 Kl. 10:21
Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 10:22
Fjallað var um alþjóðastarf utanríkismálanefndar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35