36. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:07
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:07
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:08

Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Smári McCarthy voru fjarverandi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1854. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 462. mál - vestnorrænt samstarf á sviði íþrótta barna og unglinga Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Bylgja Árnadóttir ritari Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.

Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

3) 463. mál - samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi Kl. 09:20
Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Bylgja Árnadóttir ritari Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins voru gestir nefndarinnar.

Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) Skýrsla starfshóps um rekstur og skipulag skóla Háskóla SÞ á Íslandi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Jón Karl Ólafsson formaður starfshópsins og Davíð Bjarnason og Ásdís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 773. mál - fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins Kl. 10:00
Nefndin lauk umfjöllun sinnu um málið. Að nefndaráliti standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, form., Silja Dögg Gunnarsdóttir, frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 10:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10