16. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 15. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) Kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Kl. 09:30
09:30 Á fund nefndarinnar mættu Eybjörg Hauksdóttir og Pétur Magnússon frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, með þeim voru Jón Gauti Jónsson frá Samtökum heilbrigðisfyrirtækja, Haraldur Sæmundsson frá Félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Þórarinn Guðnason frá Læknafélagi Reykjavíkur. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:25 Á fund nefndarinnar mætti Dögg Pálsdóttir. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00