25. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 10:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:20

Guðmundur Ingi Kristinsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) 320. mál - almennar íbúðir Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Björn Arnar Magnússon og Flóki Ásgeirsson frá Brynju - hússjóði Öryrkjabandalags Íslands. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 393. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:45
10:45 Á fund nefndarinnar mætti Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

11:00 Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Bergmann og Sigurlaug H. Traustadóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar mættu Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB og Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35