36. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund

Rannveigu Einarsdóttur, Fanneyju D. Halldórsdóttur, Huldu B. Finnsdóttur og Eirík K. Þorvarðarson frá Hafnarfjarðarbæ, Jóhönnu Lilju Ólafsdóttur frá Kópavogsbæ, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akureyrarbæ og Guðjón S. Bragason, Maríu Kristjánsdóttur, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Svandísi Ingimundardóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund

Rannveigu Einarsdóttur, Fanneyju D. Halldórsdóttur, Huldu B. Finnsdóttur og Eirík K. Þorvarðarson frá Hafnarfjarðarbæ, Jóhönnu Lilju Ólafsdóttur frá Kópavogsbæ, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akureyrarbæ og Guðjón S. Bragason, Maríu Kristjánsdóttur, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Svandísi Ingimundardóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund

Rannveigu Einarsdóttur, Fanneyju D. Halldórsdóttur, Huldu B. Finnsdóttur og Eirík K. Þorvarðarson frá Hafnarfjarðarbæ, Jóhönnu Lilju Ólafsdóttur frá Kópavogsbæ, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akureyrarbæ og Guðjón S. Bragason, Maríu Kristjánsdóttur, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Svandísi Ingimundardóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 343. mál - lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. febrúar og að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður þess.

6) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. febrúar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

7) 457. mál - sjúklingatrygging Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. febrúar og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

8) 124. mál - samfélagstúlkun Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. febrúar og að Anna Kolbrún Árnadóttir yrði framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ákvað að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00