12. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:13
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:22
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 10. og 11. fundar samþykktar.

2) Krabbameinsskimanir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.
Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á þingmálaskrá félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Elínarson, Bjarnheiður Gautadóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Anna Tryggvadóttir, Ágúst Þór Sigurðsson og Gissur Pétursson frá félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Fóru þau yfir þingmálaskrá ráðherra fyrir 152. löggjafarþing og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 271. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. og að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 10:45