17. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 13:05


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:05
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:12
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:05
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:05

Halldóra Mogensen var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 4. mál - hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ásgeirsson og Kristín Eir Helgadóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 65. mál - almannatryggingar Kl. 13:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

4) 66. mál - almannatryggingar Kl. 13:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

5) 68. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 13:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

6) 196. mál - breyting á lögum um ættleiðingar Kl. 13:30
Á fjarfund mætti Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 13:37
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 13:37