34. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. febrúar 2023 kl. 09:31


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:31
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:31
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:39
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:31
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:31
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:31
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:31
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:31
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:31
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:31

Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerðir 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) 645. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Bjarnheiður Gautadóttir og Jón Þór Þorvaldsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Berglind Ásgeirsdóttir frá háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti.
Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

3) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Kári Árnason og Guðlín Steinsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Ásmundur Friðriksson óskaði eftir því að nefndin fjallaði um stöðu félagslegs húsnæðis og samninga sveitarfélaga við stjórnvöld um móttöku flóttafólks og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Oddný G. Harðardóttir óskaði eftir því að nefndin fjallaði um lyfjaskort á Íslandi og hvernig brugðist verði við þeim skorti.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:59