37. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. mars 2023 kl. 09:12


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:12
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:12
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:12
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:12
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:12
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:12

Óli Björn Kárason og Ásmundur Friðriksson boðuðu forföll.
Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu Kristjana Fenger og Aðalheiður Jónsdóttir frá Rauða Krossinum, Þórður Sveinsson og Edda Þuríður Hauksdóttir frá Persónuvernd og Ólafur Guðlaugsson og Karl G. Kristinsson frá Sóttvarnaráði. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 823. mál - aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Elfa Svanhildur Hermannsdóttir, Vala Jóna Garðarsdóttir og Sigríður Dísa Gunnarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með sjón- og heyrnaskerðingu. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53