56. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. maí 2023 kl. 09:33


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:33
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:33
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:33
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:33
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:33

Ásmundur Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Dagskrárlið frestað.

2) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Auður Axelsdóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir frá Hugarafli, Álfheiður Guðmundsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir frá embætti landlæknis og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 210. mál - umboðsmaður sjúklinga Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Málfríður Þórðardóttir frá Heilsuhag - hagsmunasamtökum notenda í heilbrigðisþjónustu og Þórdís Helgadóttir Thors frá Umhyggju, félagi langveikra barna.
Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00