63. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 08:34


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 08:34
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 08:34
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 08:34
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:55
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 08:34
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:35
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:34
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 08:53
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:34

Líneik Anna Sævarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Ásmundur Friðriksson stýrði fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Fundargerðir 53., 54., 55. og 56. fundar samþykktar.

2) Efnagreining vímuefna Kl. 08:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daan van der Gouwe.

3) 938. mál - lyfjalög og lækningatæki Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðlín Steinsdóttur og Björk Þorkelsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti, Tönyu Zharov og Benedikt Stefánsson frá Alvotech og Guðnýju Hjaltadóttur og Hálfdán Gunnarsson frá Félagi atvinnurekenda.

4) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 10:26
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Óli Björn Kárason og Oddný G. Harðardóttir sem skrifar undir álitið með fyrirvara.
Guðmundur Ingi Kristinsson og Halldóra Mogensen boðuðu sérálit.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30