65. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. maí 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Oddný G. Harðardóttir stýrði fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 148. mál - gjaldfrjálsar heilbrigðisskimanir Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller landlækni.

3) 210. mál - umboðsmaður sjúklinga Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller landlækni.

4) 546. mál - leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum Kl. 10:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur frá Rauða krossinum á Íslandi, Helgu Jónu Benediktsdóttur og Kristjönu Gunnarsdóttur frá Reykjavíkurborg og Kristínu I. Pálsdóttur frá Rótinni-félagi um málefni kvenna.

5) Heildarúttekt á heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma Kl. 11:10
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti um heildarúttekt á heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma.

6) 4. mál - hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega Kl. 11:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþór Heimi Þórðarsson og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum.

7) 104. mál - gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn Kl. 11:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþór Heimi Þórðarsson og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum.

8) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:48
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Jódís Skúladóttir, Óli Björn Kárason og Guðrún Hafsteinsdóttir sem skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
Oddný G. Harðardóttir, Halldóra Mogensen og Guðmundur Ingi Kristinsson boðuðu sérálit.

9) Önnur mál Kl. 11:53
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:56