69. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:53
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.
Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 09:50.
Orri Páll Jóhannsson sat fundinn fyrir Jódísi Skúladóttur til kl. 09:38 þegar Jódís Skúladóttir mætti og vék Orri Páll Jóhannsson þá af fundi.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 1155. mál - almannatryggingar og húsnæðisbætur Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Þá fjallaði nefndin um málið og fékk á sinn fund Hildi Sverrisdóttur Röed og Jóhönnu Lind Elíasdóttur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, Hólmfríði Bjarnadóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá innviðaráðuneyti, Björn Þór Hermannsson og Mörtu Guðrúnu Skúladóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Þóri Ólason, Halldóru Jóhannesdóttur og Öglu Smith frá Tryggingastofnun og Dreng Óla Þorsteinsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en tók hann þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller landlækni.

4) 1155. mál - almannatryggingar og húsnæðisbætur Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Grím Atlason frá Geðhjálp, Helga Pétursson frá Landssambandi eldri borgara og Kjartan Þór Ingason frá ÖBÍ réttindasamtökum.

5) 530. mál - tóbaksvarnir Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

6) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 11:00
Tillaga formanns um að afgreiða málið var nefndinni var samþykkt af Líneik Önnu Sævarsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Óla Birni Kárasyni. Halldóra Mogensen sat hjá við afgreiðslu.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason og Ásmundur Friðriksson sem ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

7) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:03
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05