12. fundur
velferðarnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 18. september 2013 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00

KaJúl og UBK voru fjarverandi.
BjÓ vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir á 142. þingi Kl. 10:00
Formaður lagði fram fundargerðir nefndarinnar á 142. löggjafarþingi og voru þær samþykktar.

2) Kynning á lögum á heilbrigðissviði. Kl. 10:12
Á fund nefndarinnar komu Guðríður Þorsteinsdóttir og Steinunn Margrét Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti og kynntu fyrir nefndarmönnum helstu lög á heilbrigðissviði og fyrirkomulag Sjúkratrygginga Íslands.

3) Önnur mál Kl. 10:06
Formaður vakti máls á því að nefndinni hefði verið boðið að tilnefna fulltrúa á málþing velferðarráðuneytisins um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúi nefndarinnar á fundinum verður Elín Hirst.

Fundi slitið kl. 11:55