1. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 2. október 2013 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:41
Elín Hirst (ElH), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir UBK, kl. 09:30

ÁsF, KaJúl og PJP voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:30
Formaður bar upp til samþykktar síðustu tvær fundargerðir nefndarinnar sem voru samþykktar.

2) Kynning á þinglegri meðferð EES-mála á 143. þingi. Kl. 09:30
Á fundinn kom Þröstur Freyr Gylfason, nefndarritari utanríkismálanefndar, og kynnti reglur um þinglega meðferð EES-mála.

3) Kynning á almannatryggingakerfinu. Kl. 10:00
Nefndin fékk kynningu á helstu atriðum almannatryggingalaga sem og þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Á fundinn komu Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Roëd frá velferðarráðuneyti og Sigríður Lilý Baldursdóttir, Ásta Júlía Arnardóttir og Guðrún Sverrisdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins.

4) Önnur mál Kl. 11:55
LRM óskaði eftir því að forstjóri Landspítalans kæmi á fund nefndarinnar til að ræða stöðu spítalans. Beiðnin var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02