18. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. nóvember 2014 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 13:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 16:23. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 17:20.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 257. mál - sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Bergvin Oddsson og Kristinn H. Einarsson frá Blindrafélaginu - samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi, Ari Ingólfsson og Sigrún Birgisdóttir frá Einhverfusamtökunum, Guðrún Helga Harðardóttir frá Einstökum börnum, Einar Hjaltested frá Félagi háls-, nef- og eyrnalækna, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá Félagi heyrnarlausra, Ingólfur Einarsson frá Félagi íslenskra barnalækna, Þórunn Hanna Halldórsdóttir frá Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, Friðjón Erlendsson og Guðný Einarsdóttir frá Fjólu - félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Daníel G. Björnsson frá Heyrnarhjálp, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Andri Bjarnason frá Málbjörg - félagi um stam, Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, María Hildiþórsdóttir frá Sjónarhóli - ráðgjafarmiðstöð ses., Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Elísabet Gísladóttir frá umboðsmanni barna og Ellen Calmon og Hrefna K. Óskarsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) Önnur mál Kl. 17:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30