28. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. janúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:12
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll vegna setu á þingi Evrópuráðsins. Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 10:15. Haraldur Einarsson vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) Yfirlýsing forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands í tengslum við gerð kjarasamninga lækna Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og Hrönn Ottósdóttir og Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneyti.

3) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Berglind Ýr Karlsdóttir og Kristján Guðjónsson frá Sjúkratryggingum Íslands og Björn Þ. Rögnvaldsson, Eyjólfur Sæmundsson og Kristinn Tómasson frá Vinnueftirliti ríkisins.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40