33. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. febrúar 2015 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:03
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:03

Ásmundur Friðriksson og Brynjar Níelsson boðuðu forföll. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Önnur mál Kl. 09:03
Nefndin samþykkti að senda 416. og 454. mál til umsagnar.

2) Ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra, Halldór Gunnarsson og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti, S. Björn Blöndal og Stefán Eiríksson frá Reykjavíkurborg, Dagur B. Eggertsson og Pétur Ólafsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Bryndís Haraldsdóttir frá Strætó bs., Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, Bergur Þorri Benjamínsson og Þorkell Sigurlaugsson frá Sjálfsbjörg, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp og Andri Valgeirsson og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) Fundargerð Kl. 10:42
Samþykkt fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 10:42