36. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 09:04


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:04
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:01
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:04
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:04
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:04
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:24
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:04

Brynjar Níelsson var fjarverandi vegna veikinda. Elsa Lára Arnardóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 34. og 35. fundar voru samþykktar.

2) 322. mál - almannatryggingar Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Tryggvi Þórhallsson og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu til ábyrgðar, félagi fanga, tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:57
Ákveðið var að Páll Jóhann Pálsson yrði framsögumaður málsins.

4) 122. mál - efling virkniúrræða fyrir atvinnuleitendur Kl. 09:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

5) 238. mál - aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana Kl. 09:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

6) 338. mál - seinkun klukkunnar og bjartari morgnar Kl. 09:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin samþykkti bréf til Krabbameinsfélags Íslands vegna fyrirspurnar félagsins varðandi lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014. Nefndin samþykkti einnig bréf til ungmennaráða Barnaheilla, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi vegna opins fundar nefndarinnar 4. febrúar 2015 í tilefni af 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Fundi slitið kl. 11:22