51. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:28
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:41
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:51
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:34

Ásmundur Friðriksson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir boðuðu að þau yrðu sein. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 11:04 vegna þingflokksformannafundar.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) 257. mál - sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Broddadóttir og Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneyti, Kristján Sverrisson, Ingibjörg Hinriksdóttir og Þóra Másdóttir frá Heyrnar- og talmeinastöð og Huld Magnúsdóttir og Þorbjörg Gunnarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

3) Önnur mál Kl. 11:11
Nefndin ræddi frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Fundi slitið kl. 11:14