57. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. maí 2015 kl. 09:04


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:04
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:42
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:04
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:04
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:24

Guðbjartur Hannesson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll. Brynjar Níelsson boðaði að hann yrði seinn. Páll Jóhann Pálsson boðaði að hann yrði seinn vegna annarra þingstarfa. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 9:45 og kom aftur kl. 11:16. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 11:43.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 697. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Gísli Örn Bjarnhéðinsson frá Búseta hsf. og Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi hsf.

2) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 10:48
Á fund nefndarinnar komu Rún Knútsdóttir og Sigríður Jónsdóttir frá velferðarráðuneyti.

3) Fundargerð Kl. 11:48
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50