1. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 10:15


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Ólöfu Nordal (ÓN), kl. 10:15
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 10:15
Nichole Leigh Mosty (NicM), kl. 10:15
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:15
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 10:15

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 10:15
Nichole Leigh Mosty var kjörinn formaður nefndarinnar.
Elsa Lára Arnardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Halldóra Mogensen og Steingrímur J. Sigfússon sátu hjá.

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 10:20
Vilhjálmur Árnason var kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar og Ólöf Nordal var kjörin 2. varaformaður.
Elsa Lára Arnardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Halldóra Mogensen og Steingrímur J. Sigfússon sátu hjá.

Steingrímur J. Sigfússon lagði fram eftirfarandi bókun sem Elsa Lára Arnardóttir, Guðjón S. Brjánsson og Halldóra Mogensen studdu: Undirritaður fulltrúi VG í velferðarnefnd situr hjá við kosningu formanns og varaformanna í velferðarnefnd. Það geri ég vegna óánægju með að nýr stjórnarmeirihluti skuli ekki hafa boðið upp á eðlilega dreifingu forustustarfa í fastanefndum þingsins milli stjórnar og stjórnarandstöðu, meiri hluta og minni hluta. Niðurstaðan er að minnsti mögulegur meiri hluti í þinginu skipar í allar formennskur og varaformennskur í fastanefndum, sem er langt umfram hlutfallslegan þingstyrk og afturför til meirihlutaræðis frá viðleitni undangenginna ára til að efla sjálfræði Alþingis og auka þverpólitíska samvinnu.

3) Frestun á gildistöku laga nr. 77/2016, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar Kl. 10:30
Á fundinn mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu og Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Kynntu þau málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:59