15. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Berglind Häsler (BergH) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 14. fundar samþykkt.

2) 157. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, ásamt aðstoðarmanni, frá Öryrkjabandalagi Íslands, Hjörtur Örn Eysteinsson frá NPA Miðstöðinni og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Bjarnheiður Gautadóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50