4. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá félags- og barnamálaráðherra á 150. þingi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Ágúst Þór Sigurðsson, Bjarnheiður Gautadóttir, Erna Kristín Blöndal, Gissur Pétursson og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Afturvirk greiðsla húsaleigubóta og skerðing lífeyrisgreiðslna vegna dráttarvaxta Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Ágúst Þór Sigurðsson, Gissur Pétursson og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 17. mál - 300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 22. mál - rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

6) 33. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 69. mál - hagsmunafulltrúi aldraðra Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

8) 36. mál - fræðsla um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50